Fræðsluráð - 246 (12.2.2020) - Skipulag stjórnunar í Árskógarskóla
Málsnúmer202002021
MálsaðiliFræðslu- og menningarsvið
Skráð afirish
Stofnað dags13.02.2020
NiðurstaðaLagt fram til kynningar
Athugasemd
TextiGísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði til í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skóla að Friðrik Arnarson verði ráðinn ótímabundið sem skólastjóri Árskógarskóla auk skólastjórnunar Dalvíkurskóla. Fræðsluráð er sammála þeirri tillögu og telur að með því að hafa einn stjórnanda yfir báðum skólunum séu miklir möguleikar til samstarfs sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki. Með þessu fyrirkomulagi fæst stöðugleiki í skólastarfið til framtíðar. Þessu fyrirkomulagi er vísað til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.